Steinlagnatækni

21. 09, 2009

Nýtt nám!

Steinlagnatækni

Þessa dagana standa yfir skráningar í nýtt starfsmenntanám, steinlagnatækni, fyrir haustönn 2009. Námið er hugsað fyrir starfsmenn sem vinna við ýmsan yfirborðsfrágang m.a. hellu- og steinlagnir. 

Kennslan hefst mánudaginn 26. október kl.17:10. Námið, sem er á sviði skrúðgarðyrkju, er mótað og uppbyggt af félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Horticum menntafélagi ehf. í samstarfi við Tækniskólann. 
Kennslan fer fram í Skerjafirði, í húsnæði Tækniskólans, þar sem aðstaða til verk- og bóknáms er mjög góð. Sambærilegt nám hefur lengi verið í boði á hinum norðurlöndunum en býðst nú í fyrsta sinn á Íslandi. Boðið verður uppp á tvær námslotur í steinlagnatækni en hvor um sig er 125 kennslustundir. Fyrri lotan verður kennd í  lok október fram í miðjan desember en sú seinni í janúar til loka febrúar 2010. Unnið er að því að fá námið viðurkennt til eininga og inn í fagnám til iðnréttinda í iðnskólakerfinu.
Kennt verður á kvöldin, frá 17:10 – 21:50, þrjá daga í viku og fáeina laugardaga frá 9:00 – 12:50, þar sem áhersla er á verklegri kennslu. Kennarar koma m.a. frá félagi skrúðgarðyrkjumeistara og eru sérfræðingar á sviði steinlagna.
Námið kostar um 85.000 kr. en rétt er að geta þess að í mörgum tilfellum fá starfsmenn eða fyrirtæki stóran hluta námskostnaðar endurgreiddan frá fræðslusjóðum atvinnulífsins.    
Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Tækniskólanns www.tskoli.is og á heimasíðu Horticum menntafélags ehf. www.horticum.is einnig má senda fyrirspurnir á ave@tskoli.is og magnus@horticum.is eða hringja í síma 514 9601 og 822 0469.