Select Page

 

Varaformaður Eflingar

Ótrúlega fjölbreytt fræðslustarf

Það er mjög skemmtilegt að heimsækja námshópa sem nú eru í gangi á vegum Eflingar og samstarfsaðila okkar, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Það sem alltaf hrífur mann er sú fjölbreytni sem við sjáum í öllu námi sem Efling býður félagsmönnum sínum upp á.  Í vikunni hefur Sigurrós verið að heimsækja félagsliða, fyrst hóp í framhaldsnámi um umönnun heilabilaðra og síðan leikskólaliða í framhaldsnámi. Þar er hún á heimavelli þar sem hún vann við leikskólastörf í fjölda ára áður en hún kom til starfa hjá Eflingur. 

Það var gaman að hitta þennan kraftmikla hópleikskólaliða sem er í framhaldsnámi um sérþarfir barna. Fjöldi þessara  kvenna hafa unnið í mörg ár á leikskóla og hafa mikla reynslu en eru nú að leita sér aukinnar þekkingar, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar sem brá sér í heimsókn til  leikskólaliða í Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu með ljósmyndara Eflingarblaðsins. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere