Leikskólaliðar í heimsókn

 

Varaformaður Eflingar

Ótrúlega fjölbreytt fræðslustarf

Það er mjög skemmtilegt að heimsækja námshópa sem nú eru í gangi á vegum Eflingar og samstarfsaðila okkar, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Það sem alltaf hrífur mann er sú fjölbreytni sem við sjáum í öllu námi sem Efling býður félagsmönnum sínum upp á.  Í vikunni hefur Sigurrós verið að heimsækja félagsliða, fyrst hóp í framhaldsnámi um umönnun heilabilaðra og síðan leikskólaliða í framhaldsnámi. Þar er hún á heimavelli þar sem hún vann við leikskólastörf í fjölda ára áður en hún kom til starfa hjá Eflingur. 

Það var gaman að hitta þennan kraftmikla hópleikskólaliða sem er í framhaldsnámi um sérþarfir barna. Fjöldi þessara  kvenna hafa unnið í mörg ár á leikskóla og hafa mikla reynslu en eru nú að leita sér aukinnar þekkingar, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar sem brá sér í heimsókn til  leikskólaliða í Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu með ljósmyndara Eflingarblaðsins.