Flest lán í fullum skilum

Skrifstofustjóri Gildis

Flest lán í fullum skilum

-segir Örn Arnþórsson

Það kom fram í máli Arnar Arnþórssonar, skrifstofustjóra Gildis – lífeyrissjóðs með stjórn Eflingar í vikunni að langstærstur hluti af lánasafni sjóðfélaga hjá Gildi – lífeyrissjóði eru í fullum skilum eða 93% lánanna. Hann sagði það ljóst að margir væru að nýta sér þau úrræði sem væru í boði hjá sjóðnum en mikil áhersla væri hjá Gildi að aðstoða alla þá sem leita til sjóðsins um úrræði í lánamálum þeirra. Hann nefndi sem dæmi að um 165 lán hefðu verið sett í frystingu en hægt er að frysta lán í allt að  12 mánuði.

Örn sagði að staða  Gildis í lífeyrismálum væri sú að um 3600 sjóðfélagalán væru hjá sjóðnun upp á um 11.5 milljarða og væru þar af 93%  í fullum skilum, 2% eru í lögfræðinnheimtu og 5 % eru í vanskilum með 30 daga eða meira. Við 90 daga vanskil  kemur að lögfræðiinnheimtu. Fram kom hjá honum að það er einmitt verið að vinna í þessum vanskilahópi til að halda þessu sem mest í skilum. Alls hafa um 165 lán verið sett alveg í frystingu, 6 mánaða eða 12 mánaða frystingu og 40 til viðbótar þar sem við höfum verið að skuldbreyta þannig að sjóðfélagar hafa verið að nýta sér heilmikið þessi úrræði sem í boði eru, segir hann.