Krakkarnir í Réttó áhugasamir

Krakkarnir í Réttó áhugasamir

– segir Atli Lýðsson fræðslustjóri Eflingar

Atli ræddi við nemendur í 10. bekk Réttarholtsskóla um hvernig vinnumarkaðurinn á Íslandi er uppbyggður og þær leikreglur sem þar gilda.  Við hjá Eflingu gerum mikið af því að fara í skóla og halda fræðsluerindi um þessa hluti, segir Atli.  Krakkarnir eru yfirleitt mjög áhugasamir og spyrja mikið um ýmislegt sem tengist vinnumarkaðnum.  Þau eru líka stundum sjálf í starfi meðfram náminu og tengja þess vegna vel við þá fræðslu sem við erum með.  Það er mjög mikilvægt að fræða þessa byrjendur á vinnumarkaði um réttindi þeirra og skyldur.  Það getur komið í veg fyrir ýmsan misskilning og réttindabrot sem því miður eru allt of algeng í sumum þeim atvinnugreinum sem unga fólkið er að vinna í.