Select Page

Faghópur leikskólaliða

Félagsfundur

Faghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttarfélagi verður með félagsfund þriðjudaginn, 17. nóvember næstkomandi kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.

Dagskrá fundarins
1. Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar segir frá velferðarvaktinni og fræðslumálum
2. Sr. Pálmi Matthíasson verður með erindið Að leita gleðinnar
3. Hvað er að gerast í leikskólum. Viljum fá að heyra frá ykkur hvað er nýtt eða eitthvað skemmtilegt að gerast t.d í föndri og öðrum verkefnum
4. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði

Mætum vel og stundvíslega

Leikskólaliðanemar sérstaklega velkomnir

Hlökkum til að sjá þig

Faghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttarfélagi

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere