Félagsfundur faghóps leikskólaliða

10. 11, 2009

Faghópur leikskólaliða

Félagsfundur

Faghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttarfélagi verður með félagsfund þriðjudaginn, 17. nóvember næstkomandi kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.

Dagskrá fundarins
1. Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar segir frá velferðarvaktinni og fræðslumálum
2. Sr. Pálmi Matthíasson verður með erindið Að leita gleðinnar
3. Hvað er að gerast í leikskólum. Viljum fá að heyra frá ykkur hvað er nýtt eða eitthvað skemmtilegt að gerast t.d í föndri og öðrum verkefnum
4. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði

Mætum vel og stundvíslega

Leikskólaliðanemar sérstaklega velkomnir

Hlökkum til að sjá þig

Faghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttarfélagi