Gallup könnunin Gyða fékk vinninginn

Gallup kjarakönnunin

Gyða Brynjólfsdóttir fékk vinninginn

Gyða Brynjólfsdóttir, félagi í Eflingu, fékk aðalvinning að upphæð 100 þúsund krónur  þegar hún var dregin úr hópi þátttakenda í nýrri Gallupkönnun á vegum Flóafélaganna sem birt verður á næstu dögum. Gyða var að vonum glöð að heyra tíðindin en hélt fyrst að um gabb væri að ræða þar sem hún hefur ekki fengið marga happdrættisvinninga um dagana. Það er ekki er óalgengt í minni fjölskyldu að menn stundi slíka hrekki, segir hún.  Aðspurð sagðist Gyða ekki hafa ákveðið hvernig hún notar peningana.  En ég verð ekki í vandræðum með að eyða þeim eins og ástandið er hjá þjóðinni eftir bankahrunið.

Aðrir vinningar sem eru vikudvöl í orlofshúsi eða íbúð að eigin vali hjá stéttarfélagi vinningshafa komu í hlut Björns Braga Sverrissonar, Verkalýðsfélaginu Hlíf og Reidars J. Óskarssonar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Félögin sem stóðu að kjarakönnunni þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem svöruðu spurningarlistum Gallup og tóku þannig þátt í að byggja upp þekkingu á kjörum félagsmanna svo að hægt sé að vinna markvisst að hagsmunum þeirra.

Í september síðasliðnum gerði Capacent Gallup kjarakönnum á vegum Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Könnuninn fór m.a. fram á netinu og félagsmenn  sem tóku þátt fóru í happdrættispott. Veglegir vinningar voru í boði. Aðalvinningur var 100 þús krónur en auk þess voru í boði tveir aðrir vinningar með vikudvöl í orlofshúsum félaganna að eigin vali.