Select Page


Efling brýnir stjórnvöld

Rjúfið vítahringinn

Fjölmennur fundur Eflingar-stéttarfélags í gærkvöldi krafðist þess af stjórnvöldum að rjúfa nú þegar þann vítahring sem kominn er upp í atvinnumálum í landinu og sameinast um að snúa vörn í sókn og hverfa frá stöðnun til uppbyggingar. Sérstökum hvatningarorðum er beint að ráðherrum ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmdir í orku- virkjana-, og vegamálum. Ályktunin fer hér á eftir:

Hátt á annan tug þúsunda Íslendinga eru nú atvinnulausir og stöðugt fjölgar í þeim hópi sem býr við langtímaatvinnuleysi. Mesta atvinnuleysið er á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi byggðum. Það er krafa Eflingar-stéttarfélags að stjórnvöld, ríkisstjórn,  sveitarstjórnir og allir aðilar í landinu sem hafa áhrif á framkvæmdir sameinist um að rjúfa þann vítahring sem ríkir í atvinnumálunum. Frumforsenda þess að ná hjólum atvinnulífsins af stað er að vextir verði lækkaðir svo um munar.

Efling-stéttarfélag hvetur stjórnmálamenn til að setja niður deilur en beina allri þeirri orku sem býr í íslensku samfélagi að endurreisn atvinnulífsins. Það verður engin endurreisn ef ráðherrar halda áfram að deila um sjálfsagðar framkvæmdir  í orku og virkjanamálum. Ríkisstjórin verður að senda fólkinu í landinu skýr skilaboð um það hvernig hún hyggst standa að endurreisn atvinnulífsins. Mikilvægt er einnig að ráðherra vegamála taki meira en hænuskref í vegaramkvæmdum á fjölmennasta svæði landsins suðvestanlands þar sem mikilla og brýnna vegabóta er þörf. 

Efling stéttarfélag gerir þá kröfu á hendur stjórnvalda, ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnlífsins og þeirra sem fara með fjárveitingar og atvinnumál að snúa nú vörn í sókn, frá stöðnun til uppbyggingar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere