Framtalsaðstoð 2010

 

Aðstoð við gerð skattframtala

Efling – stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500 frá fimmtudeginum 4. mars nk.
Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það sérstaklega. Aðstoðin við skattframtölin miðast við félagsmenn og maka þeirra. Geta skal fjölda skattframtala þegar tími er pantaður. Á skrifstofu Eflingar má fá allar nánari upplýsingar um viðtalstíma og gögn sem hafa þarf meðferðis í viðtalið. Hægt er að panta viðtal á eftirtöldum dögum. Laugardaginn 13. mars, sunnudaginn 14. mars og mánudaginn 15. mars. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu félagsins og bóka sig sem fyrst. Það eru starfsmenn LAG lögmanna sem leiðbeina fólki í gegnum skattafrumskóginn eins og fyrr.