Úthlutun orlofshúsa sumarið 2010

30. 03, 2010

Úthlutun orlofshúsa sumarið 2010

Nú er lokið fyrstu úthlutun orlofshúsa og íbúða fyrir sumarið og eru umsækjendur að fá svarbréfin send heim þessa dagana. Viljum við minna þá sem fengu úthlutað á að greiðslufrestur er til 9. apríl  og mun önnur úthlutun fara fram 16. apríl. Það sem enn verður laust eftir það stendur félagsmönnum svo til boða í „Fyrstur kemur fyrstur fær“ 30. apríl n.k.

Mikil aukning varð á umsóknum eins og við var búist eða rúmlega 30% milli ára. Vegna þess  var framboð á húsum  aukið verulega eins og áður hefur komið fram. Þá hefur sala Veiði- og Útilegukortsins farið afar vel af stað og óhætt að segja að kortin mælist vel fyrir. Enda er um frábæra kosti að ræða á mjög góðu verði.

Ýtarlegar upplýsingar um orlofshús, íbúðir og annað sem í boði er finna félagsmenn í orlofsblaði Eflingar sem nýlega kom út.