Vel mætt á fundi með fólki í atvinnuleit

27. 05, 2010

Vel mætt á fundi með fólki í atvinnuleit

Í febrúar hóf Efling stéttarfélag að hafa markvisst samband við félagsmenn sína sem eru í atvinnuleit  og hefur nú haft samband við yfir 400 félagsmenn og haldið allmarga fundi og kynningar. Á fundunum hefur verið farið yfir ýmsa þjónustu félagsins og kosti sem bjóðast fólki í atvinnuleit. Fram kemur á fundunum að ánægja er með þetta framtak og er vel mætt á fundina.

Atvinnuleitendur hafa verið mjög ánægðir með þetta framtak félagsins hafa ýmis mál verið rædd á fundunum og mörg sjónarmið komið fram. Einnig hefur verið kannaður vilji þeirra til námskeiðshalds eða annarra úrræða sem félagið hefur möguleika á að bjóða upp á. Margir hafa í framhaldi farið og nýtt sér þau námsúrræði og námskeið sem í boði eru og pantað tíma hjá náms-og starfsráðgjafanum, sótt um styrki í fræðslusjóðnum og sjúkrasjóðnum. Er því full ástæða til að halda þessum fundum áfram og halda góðum tengslum við félagsmenn okkar sem eru í atvinnuleit.