Skoðar þú launaseðilinn þinn?

15. 07, 2010

Skoðar þú launaseðilinn þinn?

Skoðar þú launaseðilinn þinn vel þegar þú tekur við honum um hver mánaðamót. Það er nú mikilvægara en oft áður að temja sér að skoða launaseðilinn vel og fara vel yfir þær upplýsingar sem þar eru til að tryggja að farið sé eftir kjarasamningi, ráðningarsamningum og lögum. Launaseðlar geta verið mismunandi í uppsetningu eftir fyrirtækjum og stofnunum en þar eru lykilatriði sem ætíð eiga að vera í lagi.

Mikilvægt er að allar greiðslur séu sundurliðaðar og skýr skil á milli dagvinnu, yfirvinnu og vinnu á stórhátíðisdögum. Þá er mikilvægt að frádráttarliðir séu vel afmarkaðir og sundurliðaðir. Einnig ber atvinnurekanda að sýna uppsafnað orlof og frítökurétt ef um hann er að ræða.

Til að einfalda þér að meta þetta rétt getur þú haft eftirfarandi stikkorð til hliðsjónar þegar þú skoðar launaseðilinn þinn:

Nafn þitt og kennitala
Nafn launagreiðanda og kennitala
Launatímabil
 Taxti (dagvinna, yfirvinna, bónus)
 Fjöldi vinnustunda
 Orlof
 Lífeyrissjóður
 Séreignarlífeyrissjóður
 Opinber gjöld
 Persónuafsláttur
 Félagsgjöld
 Samtals laun
 Samtals frádráttur
 Útborguð laun