Vestmannaeyjar í vetur

20. 08, 2010

Vestmannaeyjar – íbúð

Tekin hefur verið ákvörðun um að halda áfram að leigja íbúðina í Vestmannaeyjum. Þeir sem voru í íbúðinni í sumar lýstu yfir mikilli ánægju með hana og svo eru samgöngur til Eyja orðnar til fyrirmyndar. Íbúðin er á annarri  hæð í fjölbýli. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, en gistirými fyrir 6 manns.

Endilega ef þið hafið hugsað ykkur að skoða Eyjarnar fögru hafið samband við skrifstofu í síma 510 7500 og pantið í tíma.“