Loftorka fær hrósið

loftorka_vinnustadakort2 
Sveinbjörn Ó. Sigurðsson, Sindri Andrésson og Kristbjörn Hafliðason, starfsmenn hjá Loftorku  með vinnustaðaskírteinin sín.

Allir reyndust með vinnustaðaskírteini

Loftorka fær hrósið

Það kom eftirlitsmönnum stéttarfélaganna ekki á óvart þegar þeir voru á ferð í síðustu viku að allir starfsmenn Loftorku væru komnir með vinnustaðaskírteini. Loftorka hefur á undanförnum árum sýnt mikið frumkvæði og staðið framarlega í öllum málum sem snúa að starfsmönnum þeirra.

Miðvikudaginn 29.september fóru eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna undir merkjum skirteini.is í Egilshöll. Þar eru starfsmenn nokkurra fyrirtækja við vinnu. Meðal þeirra voru starfsmenn Loftorku í jarðvegsframkvæmdum og reyndust þeir allir hafa vinnustaðaskírteini eins og lög gera ráð fyrir. Engum þarf að koma á óvart að Loftorka standi sig í þessu. Oftar en ekki er fyrirtækið framarlega þegar kemur að starfsmannamálum eins og sannaðist núna. Lögin um vinnustaðaskilríki tóku gildi 15.ágúst sl. Það er ekki eftir neinu að bíða. Fyrirtæki í byggingariðnaði, jarðvegsvinnu og veitinga og gistihús eiga að útbúa vinnustaðaskilríki fyrir starfsmenn sína til að ganga með í veski og sýna þegar eftirlitsmenn mæta á staðinn.