lokun skrifstofu í Hveragerði

21. 10, 2010

hus_hveragerdi    Efling á Suðurlandi

Skrifstofu lokað tímabundið vegna viðgerða

Efling-stéttarfélag mun á fimmtudag nk. 21. október loka tímabundið skrifstofu félagsins á Suðurlandi. Ástæðan er sú að í síðustu jarðskjálftum varð húsið að Austurmörk 2 í Hveragerði fyrir allmiklum skemmdum og þarfnast húsið mikilla viðgerða. Gert er ráð fyrir að viðgerðin standi yfir í allt að tvo mánuði og á meðan verður engin starfsemi í húsinu.

Jóna Sigríður Gestsdóttir, sem hefur haft umsjón með skrifstofunni í Hveragerði, mun á þessum tíma flytjast á skrifstofu Eflingar í Reykjavík tímabundið. Efling-stéttarfélag mun á þessum tíma leitast við að veita góða þjónustu á Suðurlandi eins og verið hefur og biður félagsmenn að hafa samband við skrifstofuna í Reykjavík á þeim tíma sem viðgerð stendur yfir.

Lokun skrifstofunnar verður auglýst á Suðurlandi og biður Efling-stéttarfélag félagsfólk á Suðurlandi velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.