Select Page

unnid_i_fiski   Dagsbrúnarfyrirlesturinn: Verkalýðsstjórnmál og þjóðernisstefna

Fimmtudaginn 11. nóv. nk. mun Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjunkt í sagnfræði við HÍ, flytja hinn árlega Dagsbrúnarfyrirlestur sem að þessu sinni ber yfirskriftina; Fullgildir borgarar? – Um nýtt fólk í stjórnmálaumræðunni fram að lýðveldisstofnun. Fyrirlesturinn byggir á bók hennar og doktorsritgerð, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944.

Eitt helsta verkefni alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar var að berjast fyrir því að skjólstæðingar hennar teldust fullgildir borgarar. Í fyrirlestrinum verða færð rök fyrir því að á Íslandi hafi þessi þáttur verkalýðsbaráttunnar ekki síst falist í tilraunum til að endurmóta íslenska þjóðernisstefnu. Sýnt verður fram á að verkalýðshreyfingin hafi allt frá upphafi ráðist gegn þeim þáttum hennar sem samrýmdust illa sósíalískri stjórnmálaorðræðu, reynt að endursegja þjóðarsöguna, skilgreina upp á nýtt og á sínum forsendum grunnþætti íslenskrar þjóðernissjálfsmyndar. Jafnframt verða borin saman áhrif þjóðernisstefnu á stjórnmálaarma verkalýðshreyfingarinnar, Alþýðuflokkinn annars vegar og Kommúnistaflokkinn (og síðar Sóísalistaflokkinn) hins vegar.

Fyrirlesturinn verður fluttur í ReykjavíkurAkademíunni fimmtudaginn 11. nóv kl. 12:05 á 4. hæð. Nánari upplýsingar má sjá á vef ReykjavíkurAkademíunnar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere