Jólaaðstoðin 2010

22. 12, 2010

jolaastod3  Jólaaðstoðin 2010

Efling styður hjálparsamtök um 2.7 milljónir

Stjórn Eflingar-stéttarfélags og sjúkrasjóður félagsins hafa ákveðið að leggja hjálparsamtökum til 2.7 milljónir króna til að styðja við það mikla starf sem samtökin leggja af mörkum til aðstoðar fjölskyldum og einstaklingum nú í desembermánuði. Efling hefur jafnan á þessum tíma stutt við hjálparsamtökin en sú breyting hefur nú orðið að fjögur samtök hafa myndað með sér samstarf sem ber nafnið Jólaaðstoðin 2010 og fá þau samanlagt  tvær milljónir króna í styrk. Efling veitir Samhjálp og Fjölskylduhjálpinni 350 þúsund króna styrk, hvoru um sig.

Þau samtök sem Efling-stéttarfélag styður að þessu sinni eru Rauði Krossinn, Hjálparstarf Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn sem öll starfa undir samstarfi Jólaaðstoðarinnar 2010. Fjöldskylduhjálp Íslands og Samhjálp eru ekki hluti af þessu samstarfi og varð því niðurstaðan að styrkja þau sérstaklega.