Mikilvægast að finna leiðir til sjálfshjálpar

mikilvaegt_ad_finna_leidir_til_sjalfshjalpar                  Efling heldur áfram starfi með fólki í atvinnuleit

Mikilvægast að finna leiðir til sjálfshjálpar

segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar

Efling hefur í haust haldið áfram að funda með atvinnuleitendum eftir stutt hlé í sumar. Við höfum farið yfir það hvaða úrlausnir eru í boði hjá sjóðum félagsins og þau menntunarúrræði og annað sem Efling getur boðið upp á, námsráðgjöf og starfsendurhæfingu fyrir þá sem það þurfa en auðvitað kemur ekkert í stað atvinnunnar og það er mikilvægast af öllu að byggja upp atvinnuna á ný, segir Sigurrós Kristinsdóttir í samtali við Eflingarblaðið.

Sigurrós er í stýrihópi velferðarvaktarinnar þar sem fylgst er rækilega með öllum því sem er að gerast í afleiðingum af hruni atvinnulífsins. Það hjálpaði okkur ekki þegar við misstum atvinnuleysistryggingarnar frá okkur sem nú eru alfarið í höndum Vinnumálastofnunar. Við það rofnuðu nokkuð  tengslin  á milli  stéttarfélaga og félagsmannanna þeirra sem eru  í atvinnuleit. En við höfum frá síðasta ári brugðist þannig við að hafa markvisst samband við félagsmenn okkar sem eru í atvinnuleit og   þeim boðið að koma  í spjall og upplýsingafundi  hjá  félaginu. 
Á fundunum hefur verið farið  yfir  hvað  er í boði  hjá félaginu   og aðra þá þjónustu og úrræði í  samfélaginu    og má  nefna ýmsa styrki úr sjúkrasjóðnum eins og fræðslusjóðum félagsins  jafnframt   sem í boði er  ýmiss námsúrræði, aðstoð við ferilsskrá, viðtöl við námsráðgjafa, starfshæfingarráðgjafa og að sjálfsögðu eru þjónustufulltrúar félagsins alltaf til staðar.

Einnig hefur verið boðið upp á kynnisferð í Hlutverkasetrið og Rauðakrosshúsið  og starfsemin þar kynnt.   Atvinnuleitendur hafa verið mjög ánægðir með þetta framtak félagsins og hafa ýmis mál verið rædd á fundunum og mörg sjónarmið komið fram og oft skapast miklar umræður.  Einnig hefur verið kannaður vilji   til námskeiðahalds eða annarra úrræða sem félagið hefur möguleika á að bjóða upp á. Margir hafa í framhaldi farið og nýtt sér þau námsúrræði og námskeið sem í boði eru og pantað tíma hjá náms- og starfsráðgjafanum, sótt um styrki í fræðslusjóði og sjúkrasjóði.

Sjálfshjálpin er mikilvægust

Það eru fjölmargir aðilar sem eru að aðstoða atvinnuleitendur og ljóst að öryggisnetið virkar hér á landi en megum ekki gleyma því að engir matarpokar eða frítt í sund eða heilsustyrkir leysi mál þessa hóps til langframa. Mikilvægast er að með aðstoðinni felist hjálp til sjálfshjálpar, varðandi atvinnu, menntun, fyrirbyggjandi heilugæslu eða annað sem byggir upp einstaklingana. Mikilvægast af öllu er að byggja upp atvinnuna á ný, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar að lokum.