Baráttufundur á Austurvelli

28. 04, 2011

1mai_01

1. maí í Reykjavík

Baráttufundur á Austurvelli

Baráttufundur verður haldinn á Austurvelli sunnudaginn 1. maí á baráttudegi launafólks. Fundarstjóri verður Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarmaður í Eflingu og ræðumenn verða þau Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB. Þá ávarpar Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður sambands íslenskra framhaldsskólanema fundinn.

Safnast verður saman neðan við Hlemm á Laugavegi á horni Snorrabrautar um kl. 13.00 en gangan leggur af stað kl. 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngunni og einnig á Austurvelli.  Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og inn á Austurvöll. Ræðumenn flytja örræður meðan á göngunni stendur. Á Austurvelli verður haldinn baráttufundur. Fundurinn hefst kl. 14.10 og lýkur um kl. 15.00.

Að loknum hátíðarhöldunum býður Efling – stéttarfélag upp á kaffi í Valsheimilinu á Hlíðarenda – Vodafone höllinni. Fyrir þá sem ekki eru vissir um hvar Valsheimilið er skal tekið fram að ekið er í áttina að Hótel Loftleiðum og beygt til hægri eftir vegaskilti sem sýnir Valsheimilið.

Fjölmennum í gönguna og tökum þátt í hátíðarhöldunum að öðru leyti. Njótum þess að fá okkur kaffi hjá Eflingu í Valsheimilinu að Hlíðarenda að hátíðarhöldunum loknum. Munum að þetta er dagurinn okkar.