Fjölmennur fundur Eflingar á Grand Hótel

17. 05, 2011

fjolmennur_fundur_a_grand_hotel

Kynningarfundir vegna kjarasamninganna

Fjölmennur fundur Eflingar á Grand Hótel

Fjölmennur félagsfundur var haldinn í gærkvöldi á Grand Hótel Reykjavík þar sem kjarasamningar Eflingar-stéttarfélags á almennum markaði voru kynntir. Sigurður Bessason, formaður Eflingar sagði frá samningaviðræðum og aðdraganda að kjarasamningunum og Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur félagsins, skýrði út einstök atriði samninganna, sameiginleg mál sem fylgja samningunum og helstu atriði í yfirlýsingu stjórnvalda. Þau svöruðu síðan mörgum fyrirspurnum sem fram komu um ýmis atriði samninganna.

Á morgun, miðvikudag, verða tveir félagsfundir á Suðurlandi á vegum Eflingar. Fyrri fundurinn verður í Hveragerði í fundarsal Eflingar í Austurmörk 2 kl.18:00 og seinni fundurinn í Ráðhúskaffi, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn kl. 20:00.

Samhliða vinnu við kynningu kjarasamninganna á almennum markaði er unnið að gerð annarra kjarasamninga við ríki, borgina og sveitarfélögin og ýmsa tengda samninga.