Unnið er að gerð kjarasamninga

sjukrasjod_02

Unnið er að gerð kjarasamninga fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga.

Á meðan lokið var að ganga frá nýjum kjarasamningi á almenna markaðnum var nokkurt hlé á samningaviðræðum við opinbera markaðinn. Milli fimm og  sex þúsund félagsmenn Eflingar taka mið af kjarasamningum á opinbera markaðnum og er Reykjavíkurborg stærsti einstaki viðsemjandinn sem heyrir þar undir.  Einnig starfa fjölmargir félagsmenn Eflingar hjá öðrum sveitarfélögum svo og ríki og hjúkrunarheimilum.

Líkt og á almenna markaðnum hafa samningar á opinbera markaðnum verið lausir frá því í nóvemberlok á síðasta ári og því brýnt að niðurstaða fáist um nýja samninga sem fyrst fyrir þessa hópa. Fer sú vinna á fullt skrið með viðsemjendum nú í þessari viku og þegar hafa nokkrir fundir verið fastsettir. Þannig verður fundað með samninganefnd Reykjavíkurborgar á fimmtudaginn kemur og stefnt er að ná niðurstöðu í kjarasamningum sem fyrst.