Select Page

nyr-kjarasamningur-eflingar-vid-fjarmalaradherra
Nýr kjarasamningur Eflingar við Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

Í dag, 1. júní var skrifað undir nýjan kjarasamning Eflingar við ríkið.  
Nýr kjarasamningur er sambærilegur í flestum meginatriðum  og samið var um á almenna markaðnum.

Kjarasamninginn má lesa í heild sinni hér.

Ný launatafla mun taka að lágmarki eftirtöldum prósentu og krónutöluhækkunum:
1. júní 2011     4,25%  kr. 12.000
1. mars 2012   3,50%  kr. 11.000
1. mars 2013   3,25%  kr. 11.00
1. mars 2014 eingreiðsla upp á 38.000 kr. miðað við fullt starf í janúar 2014.
 Launataxtar á samningstímabilinu hækka á bilinu 11,4% til 21,2% en samningurinn gildir til 31. mars 2014.
 50.000 króna eingreiðsla kemur til útborgunar 1. júlí nk.  Sérstakt álag á orlofsuppbót kr. 10.000 kemur til útborgunar 1. Júlí 2011 og sérstakt álag á desemberuppbót kr. 15.000 kemur til útborgunar 1. desember 2011.
 
Lágmarkstekjutrygging í dagvinnu hækkar einnig:
1. júní 2011         kr. 182.000
1. febrúar 2012    kr. 193.000
1. febrúar 2013    kr. 204.000

Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send í póst eftir helgi, en niðurstaða mun liggja fyrir 20. júní nk.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere