Nýr kjarasamningur Eflingar við Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

nyr-kjarasamningur-eflingar-vid-fjarmalaradherra
Nýr kjarasamningur Eflingar við Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

Í dag, 1. júní var skrifað undir nýjan kjarasamning Eflingar við ríkið.  
Nýr kjarasamningur er sambærilegur í flestum meginatriðum  og samið var um á almenna markaðnum.

Kjarasamninginn má lesa í heild sinni hér.

Ný launatafla mun taka að lágmarki eftirtöldum prósentu og krónutöluhækkunum:
1. júní 2011     4,25%  kr. 12.000
1. mars 2012   3,50%  kr. 11.000
1. mars 2013   3,25%  kr. 11.00
1. mars 2014 eingreiðsla upp á 38.000 kr. miðað við fullt starf í janúar 2014.
 Launataxtar á samningstímabilinu hækka á bilinu 11,4% til 21,2% en samningurinn gildir til 31. mars 2014.
 50.000 króna eingreiðsla kemur til útborgunar 1. júlí nk.  Sérstakt álag á orlofsuppbót kr. 10.000 kemur til útborgunar 1. Júlí 2011 og sérstakt álag á desemberuppbót kr. 15.000 kemur til útborgunar 1. desember 2011.
 
Lágmarkstekjutrygging í dagvinnu hækkar einnig:
1. júní 2011         kr. 182.000
1. febrúar 2012    kr. 193.000
1. febrúar 2013    kr. 204.000

Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send í póst eftir helgi, en niðurstaða mun liggja fyrir 20. júní nk.