Samningur Reykjavíkurborgar samþykktur

15. 06, 2011

Samningur Reykjavíkurborgar samþykktur

Með miklum meirihluta

Samningur  Reykjavíkurborgar  var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna.

Á kjörskrá voru 1.817. Atkvæði greiddu 524 eða um 28,8%. Já sögðu 460 eða 88 % þeirra sem afstöðu tóku.  Nei sögðu  61 eða 12%.  Ógildir og auðir seðlar voru 3 eða  0 %.
 
Atkvæðagreiðslan stóð frá því kjörseðlar voru sendir út til félagsmanna þann 31. maí sl. og lauk kl. 12.00 í dag.

Niðurstaðan hefur verið kynnt Reykjavíkurborg og hefur því samningurinn tekið gildi.