Samningur SFH á hjúkrunarheimilum í gildi

27. 06, 2011

hjukrun

Samningur SFH á hjúkrunarheimilum í gildi

Samningur SFH (Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu) og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðsfélagsins Hlífar var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna.  Nokkur dráttur var á að SFH staðfesti samninginn en þau hafa í dag tilkynnt um staðfestingu hans. Samningurinn er samhljóða þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarið.

Á kjörskrá voru 1.644. Atkvæði greiddu 409 eða um 24,8%. Já sögðu 386 eða 95,0 % þeirra sem afstöðu tóku.  Nei sögðu 23 eða 5,0 %. 

Þar sem dráttur varð á að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna samþykktu samninginn þá dregst fram til 11. eða 12. júlí að ganga frá launabreytingum. Samningur þessi er samhljóða þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir.