Launahækkanir hjá SSSK

28. 07, 2011

leikskolar

Launahækkanir hjá Samtökum sjálfstæðra skóla

Samtök sjálfstæðra skóla (SSSK) hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að laun félagsmanna Eflingar sem starfa á einkareknum skólum innan SSSK munu hækka til samræmis við nýgerðan kjarasamning Eflingar við Reykjavíkurborg.

Gerð heildarkjarasamnings frestað
SSSK hafa óskað eftir viðræðum um breyttan veikindarétt til samræmis við þau réttindi sem gilda á almennum markaði.  Efling-stéttarfélag telur að slíkar viðræður þurfi að eiga sér stað á breiðari grundvalli þannig að sömu réttindi gildi fyrir alla starfsmenn hjá viðkomandi skóla.  Samningaviðræður við aðra viðsemjendur SSSK svo sem leikskólakennara hafa ekki enn átt sér stað þar sem að deilur leikskólakennara standa nú yfir við sveitarfélögin.  En niðurstöður kjarasamninga við sveitarfélögin hafa alla jafna myndað grunn fyrir kjarasamninga SSSK. Því er ljóst að sá réttindagrunnur sem liggur til grundvallar í kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg gildir áfram fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá skólum innan SSSK.