Nýr kjarasamningur Eflingar og VSFK við sveitarfélögin

samband_isl_edited-1

Nýr kjarasamingur Eflingar og VSFK við sveitarfélögin

Efling og VSFK hafa undirritað nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Meginatriði hans fara hér á eftir. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst í næstu viku um leið og kjörgögn og kynningarbæklingur hafa verið send félagsmönnum. Atkvæðagreiðslu lýkur 19. júlí nk.

Aðalatriði  samningsins:

• Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 30. júní 2014
• Ný launatafla tekur gildi frá 1. júní 2011
• Launataxtar hækka um 16,9% til 21,09% en þó að lágmarki um  34.000 kr. á samningstímanum
• Hækkun orlofsuppbótar er 10.200 kr. og verður  36.000 kr. árið 2011
• Desemberuppbót árið 2011 verður 75.500 kr
• Nýtt launakerfi í tímamældri ákvæðisvinnu í ræstingum
• Við samþykkt kjarasamningsins greiðist sérstök eingreiðsla 50.000 kr. hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við fullt starf í mánuðunum mars-maí. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
• Starfsmenn sem eru við störf þann 1. febrúar 2012 fá greidda sérstaka eingreiðslu 25.000 kr. miðað við fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall.
• Lágmarkslaun verða fyrir fullt starf:
     Frá 1. júní 2011   196.708   Frá 1. mars 2012    203.593
     Frá 1. mars 2013  211.941  Frá 1. mars 2014    219.799

Eftirtalin sveitarfélög eru á samningssvæði Eflingar-stéttarfélags og VSFK:
Hveragerðisbær   Kópavogsbær   Mosfellsbær   Reykjanesbær   Seltjarnarnesbær
Sveitarfélagið Garður   Sveitarfélagið Vogar   Sveitarfélagið Ölfus

Kynningarbæklinginn má lesa í heild sinni hér

Kjarasamninginn má lesa í heild sinni hér