Samningur við samband sveitarfél samþykktur

19. 07, 2011

Samningur við Samband sveitarfélaga

Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta

Talningu er lokið í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar og VSFK  við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Alls voru á kjörskrá 504.  Af þeim greiddu 119 atkvæði eða 23.6%.  108 samþykktu samninginn eða 90.7%.  Nei sögðu 11 eða 9.3%.

Niðurstaðan hefur verið tilkynnt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ríkissáttasemjara.