Gallup vinningur kom sér vel

31. 10, 2011

gallup_vinningurinn_kom_ser_vel                                                               Herdís Steinarsdóttir starfsmaður Eflingar afhenti Björneyju Guðrúnu vinninginn.                                                                               

Gallup vinningur kom sér vel

Hélt að einhver væri að atast í mér

– segir Björney Guðrún Pálmadóttir

Ég hélt fyrst að einhver væri að atast í mér eða stríða mér, sagði Björney Guðrún Pálmadóttir, þegar henni var fyrst sagt að hún hefði unnið 100 þúsund króna vinning sem fylgdi þátttöku í Gallup könnun Flóafélaganna. En vinningurinn kemur sér vel því hún ætlar að nota hluta af peningunum í skírnargöf og gera síðan eitthvað óvænt og skemmtilegt fyrir það sem eftir stendur, segir hún.

Björney Guðrún Pálmadóttir, félagi í Eflingu, fékk 1. vinninginn að upphæð 100.000 kr. þegar hún var dregin úr hópi þátttakenda í Gallupkönnun á vegum Flóafélaganna. Björney hefur verið í Eflingu í yfir 20 ár og starfað sem matráður í mötuneyti Verkís síðustu þrjú árin.

Það hvarflaði ekki að mér að ég myndi vinna, segir hún aðspurð um hvort að vinningurinn hefði komið henni á óvart. En nú veit ég að maður á alltaf möguleika.

Hún hélt í fyrstu að einhver væri að atast í sér og stríða sér en segir vinninginn koma að góðum notum. Barnabarnið hennar verður skírt bráðlega og ætlar hún að nota hluta af peningnum í skírnargjöf. Ég ætla svo að gera eitthvað óvænt og skemmtilegt fyrir restina segir hún glöð.

Annar vinningur var að upphæð 50.000 kr. og var það Örn Agnarsson úr Hlíf sem hlaut hann. Aðrir vinningar sem eru vikudvöl í orlofshúsi eða íbúð a eigin vali hjá stéttarfélagi vinningshafa komu í hlut Gaenor Marie Evans í Eflingu, Helgu Haraldsdóttir í Eflingu, Kjartans Freys Kjartansson í Eflingu, Margeirs Steinars Karlsson í VSFK og Ruth Jóhönnu Arelíusdóttir í Eflingu.