Fræðslufundur félagsliða

fraedslufundur_felagslida_1                                                                                                                  Faghópur félagsliða

Fræðslufundur

Faghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi verður með fræðslufund þriðjudaginn, 8. nóvember 2011. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Eflingar, Sætúni 1 á 4. hæð og hefst kl. 18.

Dagskrá fundarins:
• Uppvinnsla heilabilunar í heilsugæslu. Gríma Huld Blængsdóttir, heilsugæslulæknir á Heilsugæslunni Mosfellsbæ flytur erindi um mismunandi tegundir heilabilunar og hvernig á að nálgast vandamálið í heilsugæslu.
• Hvernig er nám- og starfsumhverfi félagsliða í Danmörku? Sagt verður frá nýafstaðinni námsferð félagsliðanema af erlendum uppruna til Danmerkur
• Önnur mál

Boðið verður upp á léttan kvöldverð

Mætum vel og stundvíslega !

Faghópur Félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi