Halda 10 tímum í yfirvinnu

25. 11, 2011

leikskolar                                                             Leiksskólastarfsmenn í Eflingu

Halda 10 tímum í yfirvinnu

Fyrir viku síðan var lagt fram í borgarráði tillaga sem fjallaði um að felld yrði niður greiðsla á 10 tímum í yfirvinnu sem var ákveðin í borgaráði í október 2007.  Greiðslan var  fyrir neyslutíma til starfsmanna  á leikskólum sem skylt var að matast með börnum í matartíma og veldu ekki styttri vinnutíma á móti. Í tillögunni var gert ráð fyrir því að starfsmönnum leikskólanna sem eru í Eflingu yrði þó gert fært að vinna yfirvinnu á móti hverjum tíma sem yrði felldur niður.

Þessu var strax mótmælt harðlega að hálfu Eflingar og eftir fundahöld og viðræður við Reykjavíkurborg var þessi tillaga dregin til baka og niðurstaðan var sú að greiðslum yrði haldið óbreyttum til Eflingarfélaga sem vinna á leikskólum borgarinnar.