Niðurstöðu að vænta 20. janúar

13. 01, 2012

langflestir_vilja_sameiginlega_launastefnu                                                                               Viðræður um forsendur kjarasamninga

– Niðurstöðu að vænta 20. janúar

Fyrirspurnir eru þegar farnar að berast Eflingu um framhald núgildandi kjarasamninga. Þessa dagana standa einmitt yfir viðræður meðal aðildarfélaga ASÍ um  framhald kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.  Gert er ráð fyrir því að sameiginleg forsendunefnd ASÍ og SA skili niðurstöðu ekki síðar en 20. janúar nk.   Samninganefnd Flóabandalagsins þ.e. Efling, Hlíf í Hafnarfirði og VSKF í Keflavík fundar 18. janúar næst komandi.  Það verður því ekki fyrr en í lok þeirra viðræðna sem að  niðurstöðu verður að vænta hvernig fer með þær launabreytingar sem taka eiga gildi á almennum markaði 1. febrúar 2012.

Líklegt er að þær niðurstöður verði einnig leiðandi fyrir aðra kjarasamninga svo sem ríki, hjúkrunarheimili og sveitarfélögin en launabreytingar þar eiga að taka gildi 1. mars næst komandi.