Útilegukortið 2012

19. 03, 2012

utilegukort                                                                          Útilegukortið 2012

í beinni sölu til félagsmanna á skrifstofu Eflingar

Kort sem veitir aðgang að 44 tjaldsvæðum hringinn í kringum landið. Útilegukortið hefur verið starfrækt í þó nokkur ár og hefur sannarlega notið mikilla vinsælda og er enn í miklum vexti.

Nú hefur Efling verið í samstarfi um sölu kortsins í nokkur ár og verður það áfram í sölu á skrifstofu félagsins frá og með 15. mars á frábæru verði, eða aðeins kr. 8.000,- Fullt verð er kr. 14.900,- svo félagsmenn geta sparað verulega með þessum kaupum.
Væntum við mikillar eftirspurnar þar sem með kaupum á Útilegukortinu getur handhafi þess gist ásamt maka og allt að fjórum börnum undir 16 ára aldri á yfir fjórða tug tjaldsvæða allt í kringum landið.
Með Útilegukortinu má gista allt að fjórar nætur samfellt á hverju tjaldsvæði. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en Útilegukortið gildir fyrir hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og venjuleg tjöld.
Við kaup á Útilegukortinu nýtir félagsmaður 12 punkta.

Frekari upplýsingar um kortið og tilboð á vegum þess má fá á www.utilegukortid.is.