Vorfundur trúnaðarmanna 2012

30. 05, 2012

vorfundur_trunadarmanna

Fjölmennur fundur trúnaðarmanna

Vorfundur tókst vel

Fjölmennur vorfundur trúnaðarmanna Eflingar var haldinn í dag á Grand Hótel. Þar hittust trúnaðarmenn félagsins í morgunkaffi til að byrja með en síðan var fjallað um einelti á vinnustöðum og í framhaldi af því fór fram hópvinna og umræða um þetta mikilvæga málefni.  Fundinum lauk með skemmtilegu erindi Þorsteins Guðmundssonar, leikara sem kenndi trúnaðarmönnum að hugsa „júkvætt.“
Fundurinn tókst afar vel og eins og myndin sýnir var þátttaka góð en á annað hundrað  trúnaðarmenn tilkynntu komu sína á fundinn.