Vetrarleiga 2012

picture1

Orlofshús Eflingar

Byrjum að bóka vetrarleigu 13. ágúst!

Eins og undanfarin ár er mikil aðsókn í orlofshús Eflingar og voru öll húsin okkar fullnýtt í sumar. Bókanir í vetrarleigu hefjast 13. ágúst og er um að gera að vera fljótur að bóka draumahúsið. Erum að bóka 6 mánuði fram í tímann.
Nú er um að gera að setjast niður, velja helgi og bóka !
Síminn á skrifstofunni er 510 7500

Tímabil vetrarleigu á orlofshúsum / íbúðum er frá 31. ágúst 2012 til 31. maí 2013. Páskar eru undanskildir þar sem úthlutað er sérstaklega um páska og verður það auglýst síðar. Bókað er sex mánuði fram í tímann.

Helgarleiga miðast við fimmtudag til sunnudags eða föstudag til mánudags, 3 nætur.

Punktafrádrag er ekkert fyrir félagsmenn í vetrarleigu.

Hvernig leigi ég orlofshús!
Þú hringir í síma 510 7500 eða kemur við hjá okkur á skrifstofu félagsins að Sætúni 1.

Illugastaðir og Einarsstaðir
Hús á þessum stöðum eru leigð beint af rekstrarfélögunum á staðnum.
Sími á Einarsstöðum er 861 8310 og sími á Illugastöðum er 462 6199.
Önnur orlofshús og íbúðir eru bókaðar í síma 510 7500 á skrifstofu Eflingar.