Heimsókn í brekkuskóg

28. 09, 2012

brekkusk

Heimsókn í Brekkuskóg

Dvölin hér meiriháttar

– segir Ásta Skaftadóttir

Við erum í sumarleyfi og leigðum þetta hús hjá Eflingu og fengum eitt af þremur nýjum húsum sem tekin voru í notkun nýlega í Brekkuskógi, sagði Ásta Skaftadóttir sem vinnur á saumastofu hjá Sjóklæðagerðinni 66°  norður í Miðhrauni á Hafnarfirði. Við komum hingað á föstudagskvöldi og dvölin hér hefur verið meiriháttar. Það var spáð leiðinda veðri og það rigndi duglega og ég verð að játa að ég beið eftir rigningu með mikilli eftirvæntingu. Vegna þess að frjókorn hafa gert mér lífið leitt í sumar, segir hún.  En það hefur verið heitt í veðri og dúnalogn á kvöldin og við erum dugleg að fara í heita pottinn og förum seint að sofa,segir hún.

Aðspurð um aðbúnað í húsinu og umhverfi, segir Ásta að hvorutveggja sé til fyrirmyndrar og rúmin séu æðisleg. En það mætti athuga að hafa svæði hérna með rólu, vegasalti, klifurgrind og körfuboltaspjald. Við eigum sjö barnabörn sem hafa gist hjá  okkur í bústöðum og ég veit að þau mundu fagna því að hafa aðgang, þó ekki væri nema að rólum. Mér finnst að Efling geti verið stolt af þessum bústaði og þegar dvölinni hér lýkur förum við kannski  í silungsveiði, sagði Ásta og brosti.