Select Page

Þingmenn krafðir svara

Opinn fundur á Hótel Selfossi 9. október

Stéttarfélögin á Suðurlandi boða til opins fundar með þingmönnum Suðurkjördæmis. Leitað verður eftir afstöðu þingmanna til ýmissa mála sem efst eru á baugi. Má þar á meðal nefna atvinnumál í kjördæminu, fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir, samgöngumál og löggæslumál.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi þriðjudaginn 09. október  kl. 20.00. Fundarstjóri verður Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi.

Stéttarfélögin hvetja sunnlendinga til að nota tækifærið, kynna sér afstöðu þingmanna suðurkjördæmis og krefja þá svara beint og milliliðalaust.

Báran, stéttarfélag

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi

Verslunarmannafélag Suðurlands

Félag iðn- og tæknigreina

Verkalýðsfélag Suðurlands

Efling, stéttarfélag

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere