Þingmenn krafðir svara

Þingmenn krafðir svara

Opinn fundur á Hótel Selfossi 9. október

Stéttarfélögin á Suðurlandi boða til opins fundar með þingmönnum Suðurkjördæmis. Leitað verður eftir afstöðu þingmanna til ýmissa mála sem efst eru á baugi. Má þar á meðal nefna atvinnumál í kjördæminu, fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir, samgöngumál og löggæslumál.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi þriðjudaginn 09. október  kl. 20.00. Fundarstjóri verður Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi.

Stéttarfélögin hvetja sunnlendinga til að nota tækifærið, kynna sér afstöðu þingmanna suðurkjördæmis og krefja þá svara beint og milliliðalaust.

Báran, stéttarfélag

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi

Verslunarmannafélag Suðurlands

Félag iðn- og tæknigreina

Verkalýðsfélag Suðurlands

Efling, stéttarfélag