Efling heimsækir Tækniskólann

24. 10, 2012

taekniskolinn4

Fræðsla fyrir ungt fólk

Efling heimsækir Tækniskólann

Efling stéttarfélag sækir Tækniskólann heim vikuna 22.-26. október.  Fræðslan fer fram í lífsleiknitímum og er meðal annars farið yfir hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður. Farið er yfir réttindi og skyldur, hvað kjarasamningar fela í sér ásamt ýmsu öðru sem mikilvægt er að ungt fólk sé meðvitað um þegar það stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Efling stéttarfélag hitti þennan hressa hóp ungs fólks mánudaginn 22. október og er um það bil þriðjungur þeirra í starfi með skóla sem skapaði líflegar umræður og spurningar hjá þeim.