Fræðslufundur faghópa

24. 11, 2012

felagslidarleikskolalidar

Faghópar félags- og leikskólaliða

Sameiginlegur fræðslufundur

Faghópur leikskólaliða og faghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi héldu sameiginlegan fræðslufund  þann 13. nóvember síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem árlegur fræðslufundur faghópanna er haldinn sameiginlega. Fundurinn var vel sóttur og voru báðir hópar ánægðir fyrirkomulagið.
Margrét Gunnarsdóttir sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði VIRK og Svava Jónsdóttir sviðsstjóri á fyrirtækjasviði VIRK fluttu fyrirlesturinn ,,Velferð og vinna – kynning á þjónustu VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs’’.  Þá mætti  Elva Dögg Gunnarsdóttir og  var með uppistand.

Fundargerð og kynningu VIRK má nálgast á síðu faghóps félagsliða innan Eflingar og síðu faghóps leikskólaliða innan Eflingar.