Fundir fyrir atvinnuleitendur

27. 11, 2012

fundur_med_starfsfolki_a_vinnumalastofnun_15__okt_2012___(3)

Félagsmenn í atvinnuleit

Fundir í desember

Í desember býður Efling stéttarfélag félagsmönnum í atvinnuleit upp á morgunfundi með kaffiveitingum þar sem kynnt eru réttindi félagsmanna, létt spjall ásamt fræðslu. Fyrirlesari er Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og eru erindin eftirfarandi: Hugræn atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan, Öryggi i samskiptum: Hvernig efli ég styrkleika mína, Virkni í atvinnuleit: Algengar hindranir og mögulegar lausnir.

Fundirnir verða hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætún 1, 105 Reykjavík, 4 hæð eftirfarandi daga:
Þriðjudaginn 4. desember kl. 10.30
Þriðjudaginn 11. desember kl. 10.30
Fimmtudaginn 13. desember kl. 10.30

Athugið að mikilvægt er að skrá sig á hvern fyrirlestur í síma 510 7500 eða senda tölvupóst á  fjola@efling.is eða elink@efling.is  í síðasta lagi á hádegi deginum áður.