Orkan – námskeið

26. 11, 2012

orkanb

Orkan

Námskeið fyrir félagsmenn af póskum uppruna

Í haust byrjuðu þrír hópar Eflingarfélaga af pólskum uppruna 270 kennslustunda nám hjá Mími símenntun. Námið er fyrir atvinnuleitendur og er samstarfsverkefni Eflingar, Vinnumálastofnunar og Mímis símenntunar. Námið heitir ORKAN og er samsett úr tveimur námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Landnemaskólinn og Sterkari starfsmaður-Upplýsingatækni og samskipti. Í þessu námi er sérstök áhersla lögð á íslensku, tölvur, starfsleit og starfsþróun. Hóparnir heimsóttu Eflingu stéttarfélag síðastliðin föstudag og fengu fræðslu um vinnumarkaðinn og ýmislegt er snýr að atvinnuleitendum.