Framboðsfrestur til trúnarráðs

14. 12, 2012

Framboðsfrestur til trúnaðarráðs

Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar  trúnaðarráðs félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2013 til 31.12.2014.

Tillögur skulu vera um 115 trúnaðarráðsmenn til tveggja ára samkvæmt 15. gr. laga félagsins.
Listi uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 14. desember 2012.
Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 21. desember nk.
Lista skulu fylgja meðmæli 120 félagsmanna.

Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags