Select Page

Hvað er í boði fyrir atvinnuleitendur?

Haldið verður áfram með styttri fræðslufundi og frá miðjum janúar og fram að vori verða opnir fundir alla miðvikudaga kl.13.00 hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætúni 1 á  4 hæð. Boðið verður upp á stutta fræðslu um ýmis málefni er snerta atvinnuleitendur. Nánari upplýsingar um framboð námskeiða hverju sinni má finna hér. Við vonum að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi.

Í lok nóvember og byrjun desember var boðið upp á þrjú fræðsluerindi fyrir atvinnuleitendur hjá Eflingu. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarmiðstöðinni kynnti Hugræna atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan, Öryggi í samskiptum: Hvernig efli ég styrkleika mína og Virkni í atvinnuleit: Algengar hindranir og mögulegar lausnir. Góð þátttaka og umræða var á þessum fyrirlestrum.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere