Hvað er í boði fyrir atvinnuleitendur

30. 01, 2013

Hvað er í boði fyrir atvinnuleitendur?

Haldið verður áfram með styttri fræðslufundi og frá miðjum janúar og fram að vori verða opnir fundir alla miðvikudaga kl.13.00 hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætúni 1 á  4 hæð. Boðið verður upp á stutta fræðslu um ýmis málefni er snerta atvinnuleitendur. Nánari upplýsingar um framboð námskeiða hverju sinni má finna hér. Við vonum að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi.

Í lok nóvember og byrjun desember var boðið upp á þrjú fræðsluerindi fyrir atvinnuleitendur hjá Eflingu. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarmiðstöðinni kynnti Hugræna atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan, Öryggi í samskiptum: Hvernig efli ég styrkleika mína og Virkni í atvinnuleit: Algengar hindranir og mögulegar lausnir. Góð þátttaka og umræða var á þessum fyrirlestrum.