Trúnaðarmannanámskeið vor 2013

Trúnaðarmannanámskeið I,  1.og 2 þrep  verður haldið 28.janúar  – 1.febrúar næst komandi.  Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins   ásamt því sem farið er í starfsemi stéttarfélaga, hlutverk þeirra og viðfangsefni. Trúnaðarmenn Eflingar eru einn mikilvægasti hlekkurinn í starfi Eflingar. Það reynir oft á trúnaðarmenn í starfi og þess vegna hefur félagið ávallt kappkostað að bjóða þeim uppá fyrsta flokks fræðslu. Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja þessi námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn. 

Nánari upplýsingar og skráning  er á skrifstofu Eflingar  í síma 510-7500. Í tölvupósti elink@efling.is, fjola@efling.is.