Umsóknarfrestur orlofshúsa um páska 2013

31. 01, 2013

Páskaúthlutun orlofshúsa

Umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar

Við minnum á að umsóknarfrestur um orlofsdvöl páskana 2013 rennur út, 4. febrúar. Félagsmönnum gefst kostur á að sækja beint um hér í gegnum vef Eflingar en einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublöð sem nálgast má á skrifstofu félagsins og í síðasta félagsblaði.

Úthlutun mun liggja fyrir 11. febrúar. Húsin verða leigð út í viku frá 27. mars til 4. apríl n.k. Úthlutað er eftir punktakerfi og iðgjaldasögu félagsmanna síðustu 12 ár.

Greiðslufestur verður til 25. febrúar og frá og með 4. mars verður svo hægt að athuga hvort eitthvað hafi fallið út.