Námskeið 60+

fundur_med_starfsfolki_a_vinnumalastofnun_15__okt_2012___(4)

Námskeið fyrir félagsmenn 60+

Góður undirbúningur er ein af forsendum þess að takast farsællega á við þær breytingar sem verða og hafa orðið á lífi einstaklings við atvinnumissi.
Efling stéttarfélag býður félagsmönnum 60+ upp á nýtt námskeið í samstarfi við Mími símenntun. Fjallað verður um styrkleika og færni í lífi og starfi, hef ég meðal annars möguleika á að útvíkka reynslu mína? Farið verður í ýmis réttindi hjá lífeyrissjóðum,  sveitarfélögum, ellilífeyri og sjúkratryggingar. Einnig verður fjallað um helstu breytingar sem verða við starfslok, hvaða þættir hafa áhrif á ákvörðun um starfslok  og hvernig best sé að undirbúa það að hætta að vinna. Þá verður fræðsla um hreyfingu og næringu og tengsl þessara þátta við heilbrigði, um húsnæðismál á efri árum og um frístundir.
Námskeiðið er 24 kennslustundir og er kennt 4 kennslustundir í senn. Það hefst þriðjudaginn 19. febrúar og því lýkur 28. febrúar. Kennt er þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 9:00-12:00. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500.
Umsjón með námskeiðinu hafa þær Ingibjörg Stefánsdóttir menntunar- og stjórnsýslufræðingur og Þóra Friðriksdóttir náms- og starfsráðgjafi.

1. a. Kynning: Ingibjörg Stefánsdóttir og Þóra Friðriksdóttir
b.  Hreyfing og heilbrigði: Sólveig Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur
2. Réttindi sem tengjast lífeyrissjóði, ellilífeyri, sjúkratryggingum o.fl. Ingibjörg Stefánsdóttir og fulltrúi frá lífeyrissjóðnum Gildi.
3. Styrkleikar og færni í lífi og starfi: Hvað tekur við þegar störfum lýkur?
Lífsbreytingar og lífshlutverk. Sjálfsþekking, áhugi, virkni og nám.  Þóra Friðriksdóttir.

4. Heilsa og næring: Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir næringarfræðingur
5. Frístundir, húsnæðismál og fleira. Ingibjörg Stefánsdóttir
6. Undirbúningur og aðlögun starfsloka. Hvenær er rétti tíminn til að hætta að vinna?
Ákvörðun um starfslok. Gildi vinnunnar fyrir hvern og einn og daglegur rammi. Þóra Friðriksdóttir.

Þátttakendum býðst að koma í viðtal við náms- og starfsráðgjafa að námskeiði loknu.