Námskeið í grænmetisútskurði

graenmetisutskurdur

Námskeið í grænmetisútskurði

Mikil gleði og áhugi meðal þátttakenda

Miðvikudaginn 30. janúar hélt Efling stéttarfélag aftur námskeið í grænmetisútskurði fyrir sína félagsmenn í samstarfi við Mími símenntun.  Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á slíkt námskeið í vetur en aukinn áhugi virðist vera á ýmis konar skapandi námskeiðum. Kennt var hvernig skera má út grænmetisblóm en kennari var Chidapha Kruesang sem er taílensk. Mikil gleði og áhugi var meðal þátttakenda.